Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð sem hófst í máli sem upp kom á skemmtistaðnum Bankastræti Club.

Fjöldi sakborninga í málinu og fjöldi boðaðra vitna er slíkur að venjulegur réttarsalur þótti ekki rúma málaferlin. Því var ákveðið að setja upp aðstöðu í veislusal í Grafarholti.

Þá heyrum við af áformum dómsmálaráðherra um að byggja nýtt fangelsi hér á landi. Það á að rísa við hlið Litla-Hrauns og er áætlaður kostnaður um sjö milljarðar.

Að auki verður rætt við Svein Andra Sveinsson lögmann sem er ekki par sáttur við ummæli yfirlögregluþjóns alþjóðasviðs Ríkislögreglustjóra. Hann sakar lögreglumanninn um að reyna að hafa áhrif á dómarana í hinu svokallaða hryðjuverkamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×