Mikael Arteta þurfti að taka Declan Rice af velli í hálfleik og knattspyrnustjóri Arsenal hefur nú staðfest að enski landsliðsmaðurinn væri að glíma við bakmeiðsli.
„Hann er meiddur í baki. Honum leið mjög illa í leiknum og við urðum að taka hann af velli. Það er óvenjulegt fyrir leikmann eins og hann að fara af velli,“ sagði Mikael Arteta.
Rice bættist þar með í hóp með þeim Gabriel Martinelli og Leandro Trossard sem hafa líka farið á meiðslalistann á síðustu dögum.