Enski boltinn

Jenas biðst af­sökunar á ummælum sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jermaine Jenas lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.
Jermaine Jenas lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni. Julian Finney/Getty Images

Sparkspekingurinn Jermaine Jenas hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á samfélagsmiðlum þegar fyrrverandi lið hans Tottenam Hotspur mætti Arsenal um liðna helgi í ensku úrvalsdeildinni.

Jenas lék með Tottenham frá árunum 2005 til 2013 og ber greinilega enn sterkar taugar til félagsins. Honum var misbauð eitthvað í dómgæslunni þegar hans fyrrum lið mætti fjendum sínum í Arsenal á laugardaginn var. Skrifaði Jenas ófögur orð á Twitter-síðu sína, þar stóð meðal annars „dómararnir væru allir að skemma leikinn.“

Jenas hefur nú tekið færsluna niður og beðist afsökunar. „Tilfinningarnar báðu mig ofurliði og ég bið enska knattspyrnusambandið afsökunar sem og dómarastéttina í heild sinni.

„Ég verð að viðurkenna mistök mín. Ég ætti að vita hvaða ábyrgð við berum og hvaða áhrif orð sem eru látin falla á netinu geta haft,“ bætti hann að endingu við.

Í frétt BBC um málið kemur einnig fram að í könnun sem 900 dómarar svöruðu þá hafi 293 lent í því að vera lamdir, skallaðir eða hrækt á af áhorfendum, leikmönnum og þjálfurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×