Enski boltinn

Meiðsli Rice ekki talin alvarleg

Aron Guðmundsson skrifar
Declan Rice í leiknum gegn Tottenham á dögunum
Declan Rice í leiknum gegn Tottenham á dögunum Vísir/Getty

Meiðsli sem Declan Rice, miðjumaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, varð fyrir í Norður-Lundúna slagnum gegn Tottenham um síðastliðna helgi eru ekki talin alvarleg. 

Frá þessu er greint á vef The Athletic. Rice fann fyrir óþæginlegum bakverkjum í umræddum leik gegn Tottenham. Meiðsli sem urðu til þess að hann var tekinn af velli í hálfleik. 

Nú greinir The Athletic frá því að rannsóknir, sem Rice undirgekkst, hafi leitt það í ljós að meiðsli hans séu ekki alvarleg og verður staða hans nú metin dag frá degi fram að næsta leik Arsenal. 

Annar leikmaður Arsenal, Belginn Leandro Trossard missti af umræddum Norður-Lundúna slag vegna vöðvameiðsla en búist er við því að hann verði leikfær í næsta leik liðsins um komandi helgi. 

Eitthvað lengra virðist þó vera í að brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Martinelli snúi aftur á völlinn. Það sama á við um Thomas Partey og Jurrien Timber. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×