Samkvæmt upplýsingum frá Breka Logasyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, er um að ræða háspennubilun.
Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingu Stöðvar 2 og tengdar rásir, sem eins og er liggja niðri. Að sama skapi liggja útsendingar útvarps, á Bylgjunni, X-inu 977, FM957 og fleiri útvarpsstöðva niðri.
Unnið er að viðgerð. Ekki er ljóst hve langan tíma þær taka en að sögn Breka taka þær allajafna ekki langan tíma.

Uppfært klukkan 19:15
Rafmagnið kom á rétt í þessu en kerfi innanhúss liggja enn niðri. Ekki er ljóst hvenær fréttatíminn fer í loftið en vonast er til að það verði sem fyrst.