Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði við fréttastofu fyrr í dag að dánarorsök væru enn óljós.
„Akkúrat núna er verið að taka fyrir kröfu lögreglustjórans um áframhaldandi gæsluvarðhald. Dánarorsök eru enn óljós og rannsóknin er í fullum gangi. Henni miðar vel,“ segir Ævar.