Enski boltinn

Arteta: Kaupum ekki annan framherja

Dagur Lárusson skrifar
Mikel Arteta á hliðarlínunni.
Mikel Arteta á hliðarlínunni. Vísir/Getty

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að félagið sé ekki í leit að nýjum framherja þrátt fyrir gagnrýni á framherja liðsins í byrjun tímabils.

Arteta viðurkenndi að liðið hans hafi ekki verið að standa sig nægilega vel í markaskorun á tímabilinu en það sé þó ekki tilefni til þess að leita af nýjum leikmönnum.

„Það eru auðvitað margar mismunandi leiðir til þess að skora og við höfum verið að skora mörk, ekki misskilja mig,“ byrjaði Arteta að segja.

„En við eigum klárlega að vera búnir að skora mikið fleiri mörk en við erum búnir að gera miðað við færin sem við höfum skapað,“ hélt hann áfram að segja.

„Við erum með mjög góða framherja í liðinu sem vita hvernig á að skora. Auðvitað erum við að glíma við mikið af meiðslum núna en við munum halda okkur við sömu leikmenn, við erum ekki að fara að kaupa nýjan framherja,“ endaði Arteta á að segja.

Arsenal hefur mikið verið orðað við Ivan Toney, leikmann Brentford, sem kemur til baka úr löngu banni í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×