Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 20:48 Sinfóníuhljómsveit Íslands með skólatónleika í Hörpu. Vísir/Vilhelm Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira