Hljóðfæraleikarar landa kjarasamningi við ríkið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 20:48 Sinfóníuhljómsveit Íslands með skólatónleika í Hörpu. Vísir/Vilhelm Samningar hafa náðst í kjaradeilu hljóðfæraleikara Sinfoníuhljómsveitar Íslands við ríkið. Skrifað var undir samninga hjá ríkissáttasemjara á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) hafi verið erfiður undanfarin ár, einkum vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru sem olli samdrætti í tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Áður hafði Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekið upp hanskann fyrir hljómsveitina í samtali við fréttastofu. Hann sagði í dag að hræðilegt yrði ef hljómsveitin færi í verkfall líkt og stefndi í. Hann sagði það taka áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan. Eins og fram hefur komið vísaði Starfsmannafélag SÍ (SMFSÍ) kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í júní síðastliðnum. Ríkissáttasemjari og samninganefndin lögðu ríka áherslu á aðkomu ráðuneytis menningarmála til lausnar deilunni. Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands samþykktu í byrjun september að boða til verkfalls. Fyrsta vinnustöðvunin var fyrirhuguð á morgun, 28. september, en áhersla var lögð á að leita allra leiða til að ekki kæmi til verkfalls. Segir í tilkynningunni að innan vébanda SÍ hafi mikil vinna átt sér stað undanfarið til að bregðast við fjárhagsstöðu hljómsveitarinnar. Engu að síður var ljóst að ef til vinnustöðvunar kæmi, gæti hljómsveitin ekki staðið við skuldbindingar sínar og grafið væri undan möguleikum hljómsveitarinnar til að afla sértekna. Með hliðsjón af ofangreindu lagði menningar- og viðskiptaráðuneytið til að Sinfóníuhljómsveit Íslands fengi viðbótarfjárveitingar sem nema 15 m.kr. árið 2023 og 45 m.kr. árið 2024 til að standa undir kostnaði við launahækkanir til að tryggja rekstrargrundvöll sveitarinnar og efla vinnustaðamenningu. „Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í íslensku tónlistarlífi. Það er því afar ánægjulegt að búið sé að semja. Verkfall hefði getað haft verulega neikvæð áhrif á menningarlífið í landinu,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Kjaramál Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Harpa Rekstur hins opinbera Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira