Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga Hildur Harðardóttir skrifar 28. september 2023 08:00 Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar