Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 12:42 Booking.com hefur sagt að málið megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC. Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC.
Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira