Birta Kristín fengin til að leiða orkusvið Eflu Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 12:44 Birta Kristín Helgadóttir. EFLA Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Orku hjá Eflu og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Orkusvið er eitt af fjórum kjarnasviðum fyrirtækisins og telur yfir þrjátíu sérfræðinga. Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Orkumál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflu segir að Birta taki við hlutverkinu af Steinþóri Gíslasyni sem hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Eflu AB í Svíþjóð ásamt því að taka við því hlutverki að samræma sókn Eflu alþjóðlega í orkuflutningsverkefnum, sem sé helsta sérhæfing Eflu á alþjóðlegum mörkuðum. „Birta kemur til EFLU frá Grænvangi ( e. Green by Iceland) þar sem hún starfaði sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður vettvangsins:„Það eru ótal tækifæri á sviði orkumála í dag, bæði þegar kemur að hefðbundnum og þekktari lausnum en ekki síður á sviði nýsköpunar og þróunar. Mikilvægast er þó að til að ljúka megi orkuskiptum með sjálfbærum hætti, þarf að tryggja að það sé gert í sátt við umhverfi og samfélag, án þess að ganga óþarflega á auðlindir okkar. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta hlutverk með öllu því góða fólki sem starfar hjá EFLU. “ Birta Kristín býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á orkugeiranum og lauk M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Birta þekkir vel til EFLU en hún starfaði hjá fyrirtækinu á árunum 2014-2019 sem ráðgjafi í teymi endurnýjanlegrar orku. Hennar helstu verkefni voru þá á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún sat einnig í stjórn félags Kvenna í orkumálum 2016-2022 og stjórn Festu - miðstöð um sjálfbærni 2022-2023. Hún hefur jafnframt setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá árinu 2020. EFLA er eitt stærsta þekkingarfyrirtæki landsins með 50 ára sögu og veitir fjölbreytta ráðgjöf á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Hjá EFLU samstæðunni starfa yfir 500 starfsmenn í 6 löndum,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira