Fótbolti

Selja hlut í Liverpool og borga upp skuldir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dynasty Equity hefur keypt hlut í Liverpool af Fenway Sports Group.
Dynasty Equity hefur keypt hlut í Liverpool af Fenway Sports Group. Mike Morese/MI News/NurPhoto via Getty Images

Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), hefur selt fjárfestingafyrirtækinu Dynasty Equity hlut í félaginu.

Dynasty Equity kaupir hlut í Liverpool að andvirði 82 til 164 milljónum punda og þar með er leit FSG að nýjum fjárfestum lokið. Féð sem kemur inn í félagið við kaupin verður að mestu notað til að greiða upp skuldir.

Liverpool tapaði um hundrað milljónum punda í kórúnuveirufaraldrinum, ásamt því að eyða um fimmtíu milljónum punda í nýtt æfingasvæði sem opnaði árið 2020. Þá keypti félagið einnig aftur sitt gamla æfingasvæði til að nota undir kvennalið félagsins.

Félagið stendur einnig í framkvæmdum á heimavelli sínum, Anfield, þar sem verið er að stækka stúkuna og mun það kosta félagið um 80 milljónir punda. Félagið eyddi einnig um það bil 145 milljónum punda í leikmannakaup í sumar og því mun fjárfesting Dynasty Equity koma sér vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×