Enski boltinn

Mætti ekki í eigið hlaðvarp eftir tapið fyrir Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michail Antonio náði sér ekki á strik gegn Liverpool um síðustu helgi.
Michail Antonio náði sér ekki á strik gegn Liverpool um síðustu helgi. getty/Matt McNulty

Michail Antonio, leikmaður West Ham United, mætti ekki í eigið hlaðvarp eftir tapið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir leikinn hafði Antonio spáð því að West Ham myndi enda fyrir ofan Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Antonio var eitthvað lítill í sér eftir tap West Ham fyrir Liverpool og mætti ekki í hlaðvarpið sem hann stýrir á BBC. Callum Wilson, framherji Newcastle United, sem er líka í hlaðvarpinu, gat ekki stillt sig um að skjóta á Antonio.

„Hvar er Michail? Hefur hann hlaupist á brott eftir afleita frammistöðu?“ sagði Wilson.

„Ef hann hefði lýst þessu yfir og West Ham hefði unnið Liverpool væri hann hér. Hann spáði þessu en skoraði svo ekki, lagði ekki upp, átti ekki skot á markið, vann ekkert skallaeinvígi, tapaði boltanum tíu sinnum og spilaði 75 mínútur áður en hann var tekinn af velli. Ef það hefði gerst hefði ég heldur ekki mætt.“

Liverpool fékk 27 stigum meira en West Ham í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og er núna sex stigum á undan Hömrunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×