Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. september 2023 14:28 Sá sem varð fyrir árásinni á þriðjudagskvöld var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi yfir nótt. Hann hlaut talsvert mikla áverka, meðal annars brotnuðu tennur. Vísir/Vilhelm Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Árásin átti sér stað á þriðjudagskvöld. Maður sem staddur var hér á landi til að sækja ráðstefnu á vegum Samtakanna '78 var á gangi upp á hótel eftir kvöldverð, þegar hann tók eftir tveimur mönnum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Skömmu síðar komu mennirnir aftan að honum og veittust að honum með höggum og spörkum. Maðurinn hlaut talsvert mikla áverka við árásina og dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt. Íhuga að lýsa eftir árásarmönnunum Árásin er nú komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hvort það sé algengt að sú deild rannsaki líkamsrárásir segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi, að miðlæg deild rannsaki alvarlegar líkamsárásir en einnig hatursglæpi. Hann segir að það sé ekki búið að staðfesta endanlega að um hatursglæp sé að ræða í þessu tilfelli en „þeim möguleika sé haldið opnum.“ Við erum að skoða hver ástæða þessarar árásar er. Hvort hún hafi tengst kynhneigð eða kynvitund mannsins. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Eiríkur segir lögregluna ekki vita hverjir hafi verið að verki. „Það er allt í rannsókn. Við erum ekki kominn með neinn grunaðan en erum að fara yfir allt myndefni og reyna að vinna úr þessu.“ Eiríkur vill ekki gefa upp hvort árásin hafi náðst á myndband. Það komi til greina að lýsa eftir mönnunum ef lögreglu takist ekki að finna út hverjir hafi verið að verki. Veistu eitthvað um líðan þess sem varð fyrir árásinni? „Þetta voru talsverðir áverkar, engir þó beinlínis hættulegir. Hann hefur glímt við einhver eftirköst eftir þetta.“ Mikið hefur verið rætt um bakslag í réttindabaráttu Hinsseginsamfélagsins og aðilar innan þess hafa lýst óöruggi og jafnvel hræðslu við að fara út á meðal fólks. Eiríkur segir lögregluna hlusta á allar slíkar áhyggjuraddir og bregðast við eftir því sem þurfa þyki. Sem betur fer séu ekki mörg dæmi um að veist hafi verið að hinsegin fólki en dæmin séu þó of mörg.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. 28. september 2023 14:59