Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 16:54 María Sól ásamt þjálfurum Víkings og Birni Snæ Ingasyni sem gaf henni sérstaklega kærkomna gjöf í gær. Samsett Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira