Leikurinn hófst síðasta mánudag og eftir fjóra viðburðaríka daga renndi hópurinn loks í hlað á fimmtudagskvöldinu þreytt en ánægt eftir skemmtilega hringferð um landið.
Lið FM957 stóð uppi sem sigurvegari en baráttan var spennandi fram á síðustu þraut. Hér má sjá skemmtilegt myndbrot frá lokadeginum.
Lið útvarpsstöðvanna þriggja voru skipuð tveimur þátttakendum. Lið Bylgjunnar skipa þær Sigga Lund og Þórdís Valsdóttir, lið FM957 skipa Egill Ploder og Rikki G og fyrir hönd X977 keppa Tommi Steindórs og Ingimar Helgi.
Keppendur voru duglegir síðustu daga að birta innkomur á Instagram X977 , FM957 og Bylgjunnar.