Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 21:31 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu íslenskra bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira