Enski boltinn

Arteta segir markið hjá Havertz „breyta öllu“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikel Arteta á hliðarlínunni í dag.
Mikel Arteta á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins fyrir samkennd sína gagnvart Kai Havertz og vonar að markið sem hann skoraði muni „breyta öllu.“

Kai Havertz fluttist til félagsins frá Chelsea í sumar fyrir um 65 milljónir punda. Strax fóru að heyrast háværar gagnrýnisraddir um verðmæti og getu leikmannsins, raddir sem Havertz hefur ekki tekið að þagga með spilamennsku. 

Hann hafði ekki skorað né lagt upp í fyrstu níu keppnisleikjum sínum fyrir félagið en fékk tækifærið gegn Bournemouth í gær þegar Martin Ødegaard gaf honum boltann og leyfði honum að taka vítaspyrnu, sem Havertz skoraði svo úr. 

Havertz skoraði þriðja mark leiks en lokatölur urðu 4-0 fyrir Arsenal. 

„Þetta sýnir andann sem er í búningsklefanum, það sem þeir gerðu fyrir Kai, þetta var mjög hjartnæm stund.“ sagði Mikael Arteta um þetta atvik. 

„Þetta mun örugglega breyta öllu [fyrir hann]“ bætti þjálfarinn svo við.  

Havert hafði ekki skorað í síðasta 21 keppnisleik, eða síðan í mars á síðasta tímabili með Chelsea. Stórum verðmiða fylgja miklar væntingar, en leikmaðurinn er sá þriðji dýrasti í sögu Arsenal. 

Það er ljóst að þjálfari og leikmenn liðsins hafa trú á honum, þetta mark gæti markað upphafið að löngum og góðum ferli hjá Arsenal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×