Enski boltinn

N­evil­­le hjólar í Liver­pool í kjöl­far yfir­­­lýsingar fé­lagsins

Aron Guðmundsson skrifar
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, er ekkert að skafa af því eftir stórleik helgarinnar
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, er ekkert að skafa af því eftir stórleik helgarinnar Vísir/Getty

Gary N­evil­le, spark­s­pekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um við­brögð enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool eftir leik liðsins um helgina gegn Totten­ham þar sem mikið gekk á.

Liver­pool var fórnar­lamb mis­taka mynd­banda­dómara um helgina þegar lög­legt mark var dæmt af liðinu í tap­leik á móti Totten­ham. Liver­pool sendi frá sér yfir­lýsingu í gær vegna málsins.

Í yfir­lýsingu fé­lagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðar­leika í­þróttanna og Liver­pool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá á­sættan­lega niður­stöðu í þetta leiðin­lega mál.

Mann­leg mis­tök voru skýringin á mis­tökunum en mynbands­dómarinn taldi sig við vera stað­festa að ekki hafi verið rang­staða en ekki að það hafi verið rang­staða.

Liver­pool segir út­skýringu ensku úr­vals­deildarinnar vera ó­á­sættan­lega og kallar eftir rann­sókn með fullu gagn­sæi.

Spark­s­pekingurinn Gary N­evil­le, fyrrum leik­maður Manchester United, hrósar Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóra Liver­pool, fyrir það hvernig hann tók á málinu eftir leik en fer ekki sömu orðum um yfir­lýsingu Liver­pool.

„Það eru mis­tök hjá fé­laginu að gefa frá sér þessa yfir­lýsingu. Tala um að láta kanna alla kosti í stöðunni (Hvað þýðir það eigin­lega!!!) og að tala svo um heilindi í í­þróttum er var­huga­vert með ó­ljósri og á­rásar­gjarnri yfir­lýsingu.

Dómara­sam­tökin PG­MOL í ensku úr­vals­deildinni hafa beðist af­sökunar á því hvernig fór, þeim mann­legu mis­tökum sem voru gerð. N­evil­le segir af­sökunar­beiðnina eiga að nægja fyrir Liver­pool.

„Það að segja „Fyrir­gefið, okkur urðu á mis­tök“ er nóg og ég lét í ljós þessa skoðun mína í gær­kvöldi. Bera ætti virðingu fyrir því þegar beðist er af­sökunar en ekki grafa undir af­sökunar­beiðninni.“ 


Tengdar fréttir

Komu til Eng­lands að­eins sólar­hring áður en leikur hófst

Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum.

VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið

Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×