Enski boltinn

Beck­ham var þung­lyndur og al­gjör­lega niður­brotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham fær hér rauða spjaldið í leiknum á móti Argentínu.
David Beckham fær hér rauða spjaldið í leiknum á móti Argentínu. Getty/Tony Marshall

David Beckham og eiginkona hans Victoria hafa nú tjáð sig opinberlega um það sem gekk á bak við tjöldin eftir HM í Frakklandi 1998.

Beckham var þá rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextána liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítakeppni.

Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund og sparkaði í Diego Simeone, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid .

Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi.

Ný heimildarþáttarröð um Beckham er að koma inn á Netflix á miðvikudaginn þar sem farið verður yfir feril David Beckham. Victoria lýsir þar hvað Beckham upplifði eftir þetta afdrifaríka kvöld.

„Hann var langt niðri og glímdi án vafa við þunglyndi. Og var algjörlega niðurbrotinn,“ sagði Victoria Beckham. Hún gekk mjög langt í yfirlýsingum sínum og sagðist enn vilja ná sér niðri á þeim sem lögðu eiginmann hans í einelti á þessum erfiða tíma.

„Ég vildi að það væri pilla sem gæti eytt út minningunum frá þessum tíma,“ sagði David Beckham sjálfur.  hann hvorki borðaði né svaf dagana á eftir. Hann viðurkennir í þáttunum að hann hafi gert heimskuleg mistök sem breyttu lífi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×