Orri og félagar urðu nefnilega meistarar meistaranna eftir sigur á Vienna Basket, 82-77, í árlegum leik á milli meistaraliða síðasta tímabils.
Swans Gmunden eru ríkjandi austurrískir meistarar og byrja nýtt tímabil vel.
Orri lék í 29 mínútur í leiknum og skoraði 11 stig, varði þrjú skot, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hann hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Orri skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu í fjórða leikhlutanum þegar hann minnkaði muninn í tvö stig, 73-75, en eftir hana skoruðu Svanirnir níu af síðustu ellefu stigum leiksins.
Orri átti frábært síðasta tímabil með Haukum og fylgdi því eftir með góðri frammistöðu með tuttugu ára landsliðinu á EM í sumar. Hann vann er enn fremur sæti í íslenska A-landsliðinu.