Verum vel læs á fjármálaumhverfið Sólveig Hjaltadóttir og Þórey S. Þórðardóttir skrifa 3. október 2023 10:31 Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar