Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 12:11 Einar var í þjálfarateymi Víkings þegar Víkingur vann FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á Laugardalsvelli árið 2019. Vísir/Vilhelm Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“ Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna hér á landi var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og kalla oft á börnin. Einar Guðnason hefur áralanga reynslu af knattspyrnuþjálfun barna en hann hefur þjálfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hann er núna búsettur í Örebro. Einar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi muninn á hegðun foreldra á íþróttamótum í Svíþjóð og á Íslandi. Einar segir sænsku foreldrana mun rólegri en þá íslensku. „Þegar kemur að leikdegi hjá börnum þá haga þeir sér töluvert betur svona á hliðarlínunni. Þá er ég aðallega að tala um foreldrana. Því að það skiptir í rauninni ekki máli hvað er dæmt og hversu rangt það er, það segir enginn orð. Það sitja bara allir á tjaldstólum eða á piknikteppi og klappa bara eins og í leikhúsi sama hvað gengur á.“ Hann hafi rætt þennan mun við aðra þjálfara í Svíþjóð og fengið þær upplýsingar að þetta hafi ekki alltaf verið svona. Hann hafi þó ekki fengið skýringar á því hvað Svíar hafi nákvæmlega gert til að breyta menningunni í kringum íþróttamótin. Hann segir þó reynt eftir fremsta megni að minna foreldra í Svíþjóð á að hegða sér vel. „Við hvern einasta völl sem þú kemur á er svona upplýsingaskilti þar sem er sagt bara þú ert að horfa á börn spila fótbolta. Látið dómarann vera og svona allskonar minnispunktar.“ Fram kom í þættinum í gær að þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Brot úr fyrsta þætti Hliðarlínunnar má sjá að neðan. Einar segir dómarana oft á tíðum unga líka í Svíþjóð en þar detti engum í hug að öskra á þá. „Á Íslandi þegar maður hefur séð fjórtán fimmtán ára krakka dæma þá eru kannski einhverjir fullorðnir einstaklingar að láta þá heyra það sem er fáránlegt.“ Þá þurfi oft lítið til að mikill æsingur myndist í foreldrahópnum. „Það þarf oft bara einhvern einn eða tvo til þess að byrja æsinginn til þess að hinir sogist inn í það.“
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Fótbolti Tengdar fréttir Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 „Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30 Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
„Það verða einhverjir sem munu horfa á sig í sjónvarpinu öskra á barnið sitt“ Þættirnir Hliðarlínan með fréttakonunni Lillý Valgerði Pétursdóttur verða á dagskrá á Stöð 2 á næstunni. 19. september 2023 10:30
Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. 17. júlí 2023 11:31