Enski boltinn

„Þetta högg er ekki einu sinni leyfilegt í UFC“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thiago Silva varð fyrir árás í leik Fulham og Chelsea í gær.
Thiago Silva varð fyrir árás í leik Fulham og Chelsea í gær. vísir/getty

Thiago Silva segir að höggið sem Carlos Vinícius veitti honum í leik Fulham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær sé ekki leyfilegt í UFC.

Chelsea vann kærkominn sigur, 0-2, þegar liðið sótti Fulham heim í lokaleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Armando Broja og Mykhailo Mudryk skoruðu mörk gestanna.

Á 57. mínútu slapp Vinícius á einhvern ótrúlegan hátt við rautt spjald þegar hann lamdi Silva í höfuðið. Dómari leiksins, Tim Robinson, dæmdi ekkert og mennirnir í VAR-herberginu gerðu heldur ekkert í málinu.

Silva var ekki sáttur, stóð upp og ætlaði að ræða málin við Vinícius en félagi hans í vörn Chelsea, Levi Colwell, gekk í milli.

Silva varð ekki meint af karatehöggi Vinícius en sá spaugilegu hliðarnar á atvikinu og birti myndir af því á Instagram. „Þetta högg er ekki einu sinni leyfilegt í UFC. En þetta er í lagi,“ skrifaði Silva.

Hinn 39 ára Silva lék allan leikinn í vörn Chelsea sem komst upp í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum á Craven Cottage í gær.


Tengdar fréttir

Fyrir­liðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo

Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×