Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 16:00 Lísa Björg Attensperger ræddi við blaðamann um TORG listamessu. Aðsend TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið. Myndlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið.
Myndlist Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira