Bayern München snéri taflinu við gegn Orra og félögum 3. október 2023 21:04 Mathys Tel skoraði markið sem skildi liðin að. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Þýskalandsmeistarar Bayern München þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti dönsku meistaranna í FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að flestir hafi gert ráð fyrir nokkuð þægilegum sigri Bayern í kvöld voru það heimamenn í FCK sem tóku forystuna þegar Lukas Lerager kom liðinu yfir með marki á 56. mínútu. Gestirnir voru þó ekki mjög lengi að snúa taflinu við því Jamal Musiala jafnaði metin fyrir Bayern sjö mínútum síðar áður en varamaðurinn Mathys Tel skoraði eftir undirbúning annars varamanns, Thomas Müller, á 83. mínútu, en Tel og Müller höfðu báðir komið inn á sex mínútum áður. Niðurstaðan varð því 1-2 sigur Bayern sem nú er með sex stig eftir tvo leiki á toppi A-riðils, fimm stigum meira en FCK sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Þýskalandsmeistarar Bayern München þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti dönsku meistaranna í FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að flestir hafi gert ráð fyrir nokkuð þægilegum sigri Bayern í kvöld voru það heimamenn í FCK sem tóku forystuna þegar Lukas Lerager kom liðinu yfir með marki á 56. mínútu. Gestirnir voru þó ekki mjög lengi að snúa taflinu við því Jamal Musiala jafnaði metin fyrir Bayern sjö mínútum síðar áður en varamaðurinn Mathys Tel skoraði eftir undirbúning annars varamanns, Thomas Müller, á 83. mínútu, en Tel og Müller höfðu báðir komið inn á sex mínútum áður. Niðurstaðan varð því 1-2 sigur Bayern sem nú er með sex stig eftir tvo leiki á toppi A-riðils, fimm stigum meira en FCK sem situr í þriðja sæti.