Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2023 16:38 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur verið týndur í Dóminíska lýðveldinu frá 10. september. Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum.
Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14