Kvika stefnir á sölu eða skráningu TM Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 19:23 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Aðsend Í framhaldi af stefnumótunarvinnu Kviku banka hefur stjórn Kviku tekið ákvörðun um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf.. Þetta segir í tilkynningu Kviku til kauphallar, sem birt var á áttunda tímanum í kvöld. Þar segir að ákvörðunin sé hluti af framtíðarsýn Kviku þar sem lögð er áhersla á að einfalda rekstur samstæðunnar og styrkja hefðbundna bankastarfsemi í samræmi við markmið bankans um að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina. Gert sé ráð fyrir að eftir sölu eða skráningu TM verði meginstarfsemi Kviku á sviði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi auk eignastýringar. Búist við bættri eiginfjárstöðu Búist sé við því að eiginfjárstaða Kviku styrkist verulega þegar af sölu eða skráningu TM verður, sem geri bankanum kleift að styðja við innri vaxtartækifæri hans á öllum sviðum. Þá sé meðal annars horft til þess að með auknu eigin fé geti bankinn styrkt markaðsstöðu sína og aukið áhættudreifingu lánabókar frá því sem nú er bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjalána. Enn fremur sé stefnt að því að umtalsverður hluti söluandvirðis verði greiddur til hluthafa í formi arðgreiðslu og/eða endurkaupa á eigin bréfum. Stefna á sölu eða skráningu á á síðari hluta næsta árs. Á næstu vikum muni bankinn ráða ráðgjafa og ákvarða næstu skref, en áætlanir geri ráð fyrir að sölu eða skráningu TM verði lokið á síðari hluta næsta árs. Stefnt sé að því að nánari kynning á áætlunum bankans í kjölfar fyrirhugaðrar sölu verði haldin í tengslum við uppgjör þriðja ársfjórðungs, sem sé gert ráð fyrir að verði 2. nóvember næstkomandi. Takmörkuð samlegðaráhrif af trygging- og bankastarfsemi „Með sölu eða skráningu á TM er ætlunin að Kvika geti sótt enn frekar fram og aukið markaðshlutdeild sína á öllum tekjusviðum bankans. Rekstur og skipulag bankans verður einfaldara, tekjumyndun stöðugri, arðsemi betri og framtíðarvaxtatækifæri meiri,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, sem tók nýverið aftur við forstjórastól Kviku banka. Frá sameiningu Kviku við TM hf. og Lykil fjármögnun hf. árið 2021 hafi sameinað félag náð miklum árangri í lækkun rekstrarkostnaðar og fjármagnskostnaðar, sem hafi skilað hluthöfum Kviku umtalsverðum verðmætum. „Stór hluti samlegðarinnar sem náðst hefur fólst í sameiningu lánastarfsemi Lykils við Kviku, en takmörkuð tekjusamlegð hefur verið af tryggingastarfsemi og bankastarfsemi samstæðunnar. Því er það mat stjórnenda að það sé hagkvæmara bæði fyrir Kviku og TM að skilja TM frá samstæðunni og styrkja verulega bankastarfsemi okkar í kjölfarið.“ Á sama tíma sé félagið sannfært um að TM, sem sé einstaklega vel rekið og verðmætt tryggingafélag með öflugan mannauð, muni geta vaxið og dafnað enn frekar með nýju eignarhaldi. Það hafi verið frábært að vinna með öllu því öfluga starfsfólki sem TM hefur á að skipa og mikil eftirsjá verði af því fyrir annað starfsfólk Kviku. „Við munum þó starfa áfram saman á næstu mánuðum.“ Kvika banki Kaup og sala fyrirtækja Tryggingar Kauphöllin Tengdar fréttir Kvika ræðst í hagræðingu og segir upp á annan tug starfsmanna Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 12. september 2023 19:06 Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. 30. ágúst 2023 20:41 Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna. 31. ágúst 2023 07:06 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Kviku til kauphallar, sem birt var á áttunda tímanum í kvöld. Þar segir að ákvörðunin sé hluti af framtíðarsýn Kviku þar sem lögð er áhersla á að einfalda rekstur samstæðunnar og styrkja hefðbundna bankastarfsemi í samræmi við markmið bankans um að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina. Gert sé ráð fyrir að eftir sölu eða skráningu TM verði meginstarfsemi Kviku á sviði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi auk eignastýringar. Búist við bættri eiginfjárstöðu Búist sé við því að eiginfjárstaða Kviku styrkist verulega þegar af sölu eða skráningu TM verður, sem geri bankanum kleift að styðja við innri vaxtartækifæri hans á öllum sviðum. Þá sé meðal annars horft til þess að með auknu eigin fé geti bankinn styrkt markaðsstöðu sína og aukið áhættudreifingu lánabókar frá því sem nú er bæði á sviði einstaklings- og fyrirtækjalána. Enn fremur sé stefnt að því að umtalsverður hluti söluandvirðis verði greiddur til hluthafa í formi arðgreiðslu og/eða endurkaupa á eigin bréfum. Stefna á sölu eða skráningu á á síðari hluta næsta árs. Á næstu vikum muni bankinn ráða ráðgjafa og ákvarða næstu skref, en áætlanir geri ráð fyrir að sölu eða skráningu TM verði lokið á síðari hluta næsta árs. Stefnt sé að því að nánari kynning á áætlunum bankans í kjölfar fyrirhugaðrar sölu verði haldin í tengslum við uppgjör þriðja ársfjórðungs, sem sé gert ráð fyrir að verði 2. nóvember næstkomandi. Takmörkuð samlegðaráhrif af trygging- og bankastarfsemi „Með sölu eða skráningu á TM er ætlunin að Kvika geti sótt enn frekar fram og aukið markaðshlutdeild sína á öllum tekjusviðum bankans. Rekstur og skipulag bankans verður einfaldara, tekjumyndun stöðugri, arðsemi betri og framtíðarvaxtatækifæri meiri,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, sem tók nýverið aftur við forstjórastól Kviku banka. Frá sameiningu Kviku við TM hf. og Lykil fjármögnun hf. árið 2021 hafi sameinað félag náð miklum árangri í lækkun rekstrarkostnaðar og fjármagnskostnaðar, sem hafi skilað hluthöfum Kviku umtalsverðum verðmætum. „Stór hluti samlegðarinnar sem náðst hefur fólst í sameiningu lánastarfsemi Lykils við Kviku, en takmörkuð tekjusamlegð hefur verið af tryggingastarfsemi og bankastarfsemi samstæðunnar. Því er það mat stjórnenda að það sé hagkvæmara bæði fyrir Kviku og TM að skilja TM frá samstæðunni og styrkja verulega bankastarfsemi okkar í kjölfarið.“ Á sama tíma sé félagið sannfært um að TM, sem sé einstaklega vel rekið og verðmætt tryggingafélag með öflugan mannauð, muni geta vaxið og dafnað enn frekar með nýju eignarhaldi. Það hafi verið frábært að vinna með öllu því öfluga starfsfólki sem TM hefur á að skipa og mikil eftirsjá verði af því fyrir annað starfsfólk Kviku. „Við munum þó starfa áfram saman á næstu mánuðum.“
Kvika banki Kaup og sala fyrirtækja Tryggingar Kauphöllin Tengdar fréttir Kvika ræðst í hagræðingu og segir upp á annan tug starfsmanna Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 12. september 2023 19:06 Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. 30. ágúst 2023 20:41 Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna. 31. ágúst 2023 07:06 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kvika ræðst í hagræðingu og segir upp á annan tug starfsmanna Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja. 12. september 2023 19:06
Thomas Skov lætur af störfum hjá Kviku Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. 30. ágúst 2023 20:41
Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna. 31. ágúst 2023 07:06