Åge um valið á Gylfa: „Mun hafa mjög góð og sterk áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 11:13 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í fótbolta á nýjan leik. Gylfi er hluti af landsliði Íslands sem leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“ Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira