Það gefur til kynna að vatnið sé mengað af saur frá mönnum eða dýrum og hefur íbúum á svæðinu verið ráðlagt að sjóða allt vatn til neyslu. Óhætt er að nota það til baða, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Múlaþings.
Frekari sýnataka stendur yfir og segir á vef Austurfréttar að niðurstöður úr þeim muni liggja fyrir í dag eða á morgun.
Vatnsbólið sjálft verði einnig rannsakað, en ekki er vitað til þess að kóligerlamengun hafi orðið á þessu svæði áður.