Enski boltinn

Allt varð vit­laust þegar Dag­ný til­kynnti kynið á æfinga­svæðinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagný heilsar upp á stuðningsmenn fyrir leik West Ham í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Dagný heilsar upp á stuðningsmenn fyrir leik West Ham í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Vísir/Getty

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir á von á barni og í gær hélt félagslið hennar West Ham kynjaveislu fyrir Dagnýju á æfingasvæði félagsins.

Dagný Brynjarsdóttir greindi frá því í byrjun ágúst að hún og unnusti hennar Ómar Páll Sigurbjartsson ættu von á sínu öðru barni. Dagný fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018.

Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Í dag birti West Ham skemmtilega færslu á X-síðu félagsins. Þar var búið að undirbúa glæsilega kynjaveislu fyrir Dagnýju og búið að stilla upp fjöldanum öllum af bleikum og bláum blöðrum í fótboltamarki.

Dagný sjálf stóð síðan þar fyrir fram og gerði sig tilbúna að sprengja aðra blöðru á meðan liðsfélagar hennar töldu niður.

Þegar Dagný sprengdi blöðruna flaug blátt glitskraut út auk þess sem bláar reyksprengjur sprungu með miklum látum þar fyrir aftan. Dagný á því von á strák og brutust út mikil fagnaðarlæti á meðal liðsfélaga hennar í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×