Enski boltinn

United goðsögnin Mark Hughes rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes þegar hann var tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Bradford City í febrúar 2022.
Mark Hughes þegar hann var tilkynntur sem nýr knattspyrnustjóri Bradford City í febrúar 2022. Getty/George Wood

Reynsluboltinn Mark Hughes var í gærkvöldi látinn taka pokann sinn hjá enska D-deildardeildarliðinu Bradford City þar sem hann hefur verið knattspyrnustjóri.

Hinn 59 ára gamli Hughes hefur stýrt liðinu undanfarina nítján mánuði. Hann og aðstoðarmaður hans Glyn Hodges voru báðir látnir fara en Kevin McDonald tekur tímabundið við starfi Hughes.

Tvíeykið kom til Bradford City í febrúar 2022. Fyrsta heila tímabilið, 2022-23, þá gekk vel. Bradford liðið var þá að berjast um að komast upp í C-deildina.

Það er ekki sömu sögu hægt að segja af þessu tímabili. Liðið hefur aðeins náð í þrettán stig í fyrstu ellefu leikjum sínum og yfirmönnum hans fannst kominn tími á breytingar.

Síðasti leikur Mark Hughes með liðið var á móti Tranmere Rovers á þriðjudagskvöldið og tapaðist hann 2-1. Nokkrum dögum áður hafði Bradford tapað 3-1 á heimavelli á móti Walsall.

Mark Hughes lék með Manchester United frá 1980-86 og svo aftur frá 1988 til 1995. Hann er níundi markahæsti leikmaður félagsins með 163 mörk í 467 leikjum í öllum keppnum.

Hughes hóf þjálfaraferil sinn sem landsliðsþjálfari Wales en hefur síðan stýrt liðum eins og Blackburn Rovers, Manchester City, Fulham, Queens Park Rangers, Stoke City og Southampton.

Starfið hjá Bradford var aftur á móti það fyrsta hjá honum síðan hann var rekinn frá Southampton í desember 2018.

Hughes hefur nú verið tekinn á miðju tímabili hjá Manchester City (desember 2019), Queens Park Rangers (nóvember 2012), Stoke City (janúar 2018), Southampton (desember 2018) og svo nú frá Bradford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×