„Farið allavega til sýslumanns og skrifið undir plaggið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 14:24 Karólína segir það hafa reynst sér erfitt að sækja rétt sinn eftir fráfall mannsins síns og margar stofnanir hafi unnið eftir flóknum starfsreglum. Fólk í hennar stöðu, nýbúið að missa maka sinn, hafi ekki bolmagn til að takast á við slíkt. Kona sem missti skyndilega manninn sinn til þrettán ára, brýnir fyrir fólki að ræða dauðann. Hún hvetur pör til að gifta sig til að eiga rétt ef annað fellur frá. Ofan á áfallið sem fylgdi því að missa manninn sinn og standa eftir ein með fjögur börn, stóð hún frammi fyrir miklum fjárhagsvandræðum og þurfti að selja heimilið. Karólína Helga Símonardóttir missti manninn sinn, Daða Garðarsson, árið 2017. Þá höfðu þau verið í sambandi í þrettán ár og áttu þrjú börn saman. Daði átti einn son fyrir. Karólína og Daði voru í sambúð en ógift þegar Daði dó. „Við, klassíska íslenska parið, vorum alltaf á leiðinni að gifta okkur. En maður finnur alltaf einhverja afsökun til að sleppa því, það er nýtt barn á leiðinni, og lífið bara gerist. Við erum öll þannig að við setjumst ekki við eldhúsborðið og segjum: „Jæja núna ætlum við að ræða hvað verður um okkur ef við skyldum deyja,““ segir Karólína, sem var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum á dögunum. Átti engan rétt Fráfall Daða var skyndilegt og Karólína segir þau aldrei hafa gert ráðstafanir varðandi fjármál ef annað þeirra myndi falla frá. „Við höfðum aldrei tekið þetta samtal, pældum aldrei í því. Eina ástæðan fyrir því að við vorum til dæmis með séreignalífeyrissparnað var af því að mamma mín starfar í banka. Hún var alltaf að hamast í okkur með hina og þessa hluti.“ Stuttu eftir fráfall Daða fór Karólína á fund sýslumanns og ætlaði að sækjast eftir því að fá að sitja í óskiptu búi. Starfsmaður tjáði henni hinsvegar að fyrst að þau hefðu ekki verið gift ætti hún engan rétt. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig greyið starfsmanninum leið þegar ég brotnaði niður. Þarna var korter síðan ég missti manninn minn, með fjögur börn á framfæri, íbúð og annað slíkt.“ Stöð 2 fjallaði um málið rúmum mánuði eftir að Daði lést: Þar sem Daði og Karólína voru ógift voru börnin lögerfingjar hans. Karólína fékk ekki leyfi til að þeim yrði úthlutaður fjárhagsmaður sem veitti henni leyfi til að sitja í óskiptu búi. „Þannig ég setti höfuðið í sandinn og ákvað að gera ekki neitt í þessu. Hann var fyrirvinna heimilisins og ég vissi alveg að ég hefði ekki tekjur til að kaupa íbúðina af þeim, þeirra hluta. Ég myndi aldrei standast greiðslumat, allt í einu orðin einstæð móðir með fjögur börn á framfæri.“ Makalífeyrir ekki upp í nös á ketti Þar sem Karólína og Daði voru skráð í sambúð átti hún rétt á lífeyrisgreiðslum, svokölluðum makalífeyri. Hún segir það hafa verið mikið áfall að átta sig á því að þær greiðslur væru, líkt og hún orðar það, „ekki upp í nös á ketti.“ „Ég hélt í einlægni minni að makalífeyrir væri eitthvað á pari við þær tekjur sem hann hafði. Svona til að hjálpa mér að finna út úr mínum málum fjárhagslega og rétta úr kútnum. Það var svolítið mikið sjokk á þeim tíma að átta mig á því að ég væri að fara standa mjög illa fjárhagslega, og ég varð bara svolítið reið líka.“ Er ekki nóg að missa maka sinn í blóma lífsins, en þurfa líka að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum og því að ég væri ekki að geta haldið þaki yfir börnunum? Það var ekki fræðilegur möguleiki. Líður stundum eins og biluðu frænkunni á hliðarlínunni Karólína segist gera sér fulla grein fyrir því að það þurfi að vera strangar reglur um þessi mál. „Við völdum sjálf að vera ekki gift og vera ekki búin að ræða þessi mál. Þess vegna er ég líka hreinskilin með þetta, kem í hlaðvarpið og tala um það og segi við alla sem vilja heyra. Ég er týpan sem sé aldrei eftir neinu, en ég hefði viljað vera búin að ræða þetta.“ Karólína segist dugleg að ræða við fólkið í kringum sig um mikilvægi hjónabandsins. Aðsend Hún sé dugleg að taka þetta samtal við fólkið í kringum sig og líði stundum eins og biluðu frænkunni á hliðarlínunni. „Ég segi alltaf: „Ég skil að þið viljið safna og eiga pening, halda draumabrúðkaupið. En farið allavega til sýslumanns og skrifið undir plaggið.“ Það er ekkert sem bannar það að gifta sig í kirkju seinna meir og halda risa brúðkaup.“ Ástin bankaði upp á á ný Eftir að Daði dó fór Karólína, sem er menntaður mannfræðingur, á bókasafn og skoðaði allar bækur sem hún fann um sorg. Í einni slíkri las hún að það væri mikilvægt að raska ekki lífi barna sem höfðu misst foreldri. Hún einsetti sér því að búa í íbúðinni sem þau Daði höfðu búið í eins lengi og hún gæti og þar bjó hún með börnunum í tvö ár eftir fráfall hans. Börnin voru á aldrinum fjögurra til fimmtán ára þegar Daði lést. Karólína segir hafa verið mjög upptekin af því að þau fyndu ekki fyrir því að hún væri í peningavandræðum. Í eitt skipti fékk hún pípara til að laga klósettið heima hjá þeim. Þegar hann var mættur og byrjaður að vinna þurfti Karólína að skjótast og skildi dætur sínar eftir heima. „Þegar ég kom til baka segist hann vandræðalegur ekki geta rukkað mig mikið fyrir vinnuna.“ Karólína sagðist vera borgunarmanneskja fyrir verkinu en píparinn tjáði henni þá að dóttir hennar hefði tekið sig á tal og beðið hann að rukka ekki mömmu sína. Börnin vita alltaf ótrúlega mikið, miklu meira en maður heldur. Umræddur pípari heitir Magnús Björn Bragason og þannig vill til að hann og Karólína giftu sig fyrir nokkrum vikum. Hún segir frá því að þegar þau hafi ákveðið að kaupa sér eign saman, hafi hún sett það sem skilyrði að þau færu reglulega í sambandsráðgjöf. „Og þegar ég segi þetta er fólk bara „jii, er eitthvað að strax?“ Það er ekki það, heldur tekur það orku að setja saman tvær fjölskyldur og það þarf að vinna í því. Stundum er bara ótrúlega gott að fá aðstoð frá fagmanni til þess. Það þarf ekki alltaf að vinna að því þegar eitthvað er að.“ Karólína stóð einnig föst á því að eignahluturinn væri skráður 50/50 og að þau væru með líftryggingu sem dekkaði hluta hins. „Ég veit að fólk segir oft að það geti ekki rætt þetta við makann, en þegar þú stendur á sama punkti og ég stóð þarna, 10. 11. og 12. apríl 2017, þá er þetta samtal sem skiptir gífurlegi máli fyrir öryggi.“ Þetta er bara fyrir ykkur til að geta lifað af Karólína segir það hafa reynst sér erfitt að sækja rétt sinn eftir fráfall Daða og margar stofnanir hafi unnið eftir flóknum starfsreglum. Fólk í hennar stöðu, nýbúið að missa maka sinn, hafi ekki bolmagn til að takast á við slíkt. „Ég upplifði alltaf, þegar ég var að senda þessar upplýsingar í lífeyrissjóðina og fylla út hvert plaggið á fætur öðru, eins og ég væri að betla peninga,“ segir Karólína. „Það var rosalega erfitt að koma mér úr þessum gír. Ég var að sækja rétt minn rétt, eða rétt krakkanna, þar sem ég var ekki lögerfingi.“ Hún segist hafa fengið góða og hlýja þjónustu hjá stéttarfélaginu og að þar hafi henni verið bent á að hún væri ekki á höttunum eftir aurum og krónum heldur væri hún að sækja rétt sinn, peninga fyrir sig og börnin til að lifa af. Daði lést í apríl 2017 en pabbi Karólínu hafði látist í janúar sama ár. Hún segir stundum í kaldhæðni að það hafi verið „heppni.“ „Mamma var nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman og var næstum því bara með tjékklistann og stýrði mér. Ég veit ekki hvernig ég hefði annars farið í gegnum þetta.“ Upplifanir fram yfir slímkalla Karólína segist sterkari en áður eftir þessa reynslu. „Heimurinn hrundi, en við erum búin að byggja hann upp aftur. Ég segi oft að þetta sé eins og vasi sem brotnar, við erum búin að líma hann saman en við sjáum alveg sprungurnar. Sorgin er þarna, en mótar okkur líka.“ Börnin hafi þurft að þroskast hratt og sjálf sé hún ákveðnari og sterkari en áður og njóti litlu augnablikanna. Ég bið fólk til dæmis frekar um að gefa börnunum upplifanir með þeim i gjafir frekar en einhverja hluti. Þeir safnast upp en maður veit í dag að minningar sitja eftir í bankanum, ekki einhver slímkall eða barbídúkka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir missti manninn sinn, Daða Garðarsson, árið 2017. Þá höfðu þau verið í sambandi í þrettán ár og áttu þrjú börn saman. Daði átti einn son fyrir. Karólína og Daði voru í sambúð en ógift þegar Daði dó. „Við, klassíska íslenska parið, vorum alltaf á leiðinni að gifta okkur. En maður finnur alltaf einhverja afsökun til að sleppa því, það er nýtt barn á leiðinni, og lífið bara gerist. Við erum öll þannig að við setjumst ekki við eldhúsborðið og segjum: „Jæja núna ætlum við að ræða hvað verður um okkur ef við skyldum deyja,““ segir Karólína, sem var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum á dögunum. Átti engan rétt Fráfall Daða var skyndilegt og Karólína segir þau aldrei hafa gert ráðstafanir varðandi fjármál ef annað þeirra myndi falla frá. „Við höfðum aldrei tekið þetta samtal, pældum aldrei í því. Eina ástæðan fyrir því að við vorum til dæmis með séreignalífeyrissparnað var af því að mamma mín starfar í banka. Hún var alltaf að hamast í okkur með hina og þessa hluti.“ Stuttu eftir fráfall Daða fór Karólína á fund sýslumanns og ætlaði að sækjast eftir því að fá að sitja í óskiptu búi. Starfsmaður tjáði henni hinsvegar að fyrst að þau hefðu ekki verið gift ætti hún engan rétt. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig greyið starfsmanninum leið þegar ég brotnaði niður. Þarna var korter síðan ég missti manninn minn, með fjögur börn á framfæri, íbúð og annað slíkt.“ Stöð 2 fjallaði um málið rúmum mánuði eftir að Daði lést: Þar sem Daði og Karólína voru ógift voru börnin lögerfingjar hans. Karólína fékk ekki leyfi til að þeim yrði úthlutaður fjárhagsmaður sem veitti henni leyfi til að sitja í óskiptu búi. „Þannig ég setti höfuðið í sandinn og ákvað að gera ekki neitt í þessu. Hann var fyrirvinna heimilisins og ég vissi alveg að ég hefði ekki tekjur til að kaupa íbúðina af þeim, þeirra hluta. Ég myndi aldrei standast greiðslumat, allt í einu orðin einstæð móðir með fjögur börn á framfæri.“ Makalífeyrir ekki upp í nös á ketti Þar sem Karólína og Daði voru skráð í sambúð átti hún rétt á lífeyrisgreiðslum, svokölluðum makalífeyri. Hún segir það hafa verið mikið áfall að átta sig á því að þær greiðslur væru, líkt og hún orðar það, „ekki upp í nös á ketti.“ „Ég hélt í einlægni minni að makalífeyrir væri eitthvað á pari við þær tekjur sem hann hafði. Svona til að hjálpa mér að finna út úr mínum málum fjárhagslega og rétta úr kútnum. Það var svolítið mikið sjokk á þeim tíma að átta mig á því að ég væri að fara standa mjög illa fjárhagslega, og ég varð bara svolítið reið líka.“ Er ekki nóg að missa maka sinn í blóma lífsins, en þurfa líka að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum og því að ég væri ekki að geta haldið þaki yfir börnunum? Það var ekki fræðilegur möguleiki. Líður stundum eins og biluðu frænkunni á hliðarlínunni Karólína segist gera sér fulla grein fyrir því að það þurfi að vera strangar reglur um þessi mál. „Við völdum sjálf að vera ekki gift og vera ekki búin að ræða þessi mál. Þess vegna er ég líka hreinskilin með þetta, kem í hlaðvarpið og tala um það og segi við alla sem vilja heyra. Ég er týpan sem sé aldrei eftir neinu, en ég hefði viljað vera búin að ræða þetta.“ Karólína segist dugleg að ræða við fólkið í kringum sig um mikilvægi hjónabandsins. Aðsend Hún sé dugleg að taka þetta samtal við fólkið í kringum sig og líði stundum eins og biluðu frænkunni á hliðarlínunni. „Ég segi alltaf: „Ég skil að þið viljið safna og eiga pening, halda draumabrúðkaupið. En farið allavega til sýslumanns og skrifið undir plaggið.“ Það er ekkert sem bannar það að gifta sig í kirkju seinna meir og halda risa brúðkaup.“ Ástin bankaði upp á á ný Eftir að Daði dó fór Karólína, sem er menntaður mannfræðingur, á bókasafn og skoðaði allar bækur sem hún fann um sorg. Í einni slíkri las hún að það væri mikilvægt að raska ekki lífi barna sem höfðu misst foreldri. Hún einsetti sér því að búa í íbúðinni sem þau Daði höfðu búið í eins lengi og hún gæti og þar bjó hún með börnunum í tvö ár eftir fráfall hans. Börnin voru á aldrinum fjögurra til fimmtán ára þegar Daði lést. Karólína segir hafa verið mjög upptekin af því að þau fyndu ekki fyrir því að hún væri í peningavandræðum. Í eitt skipti fékk hún pípara til að laga klósettið heima hjá þeim. Þegar hann var mættur og byrjaður að vinna þurfti Karólína að skjótast og skildi dætur sínar eftir heima. „Þegar ég kom til baka segist hann vandræðalegur ekki geta rukkað mig mikið fyrir vinnuna.“ Karólína sagðist vera borgunarmanneskja fyrir verkinu en píparinn tjáði henni þá að dóttir hennar hefði tekið sig á tal og beðið hann að rukka ekki mömmu sína. Börnin vita alltaf ótrúlega mikið, miklu meira en maður heldur. Umræddur pípari heitir Magnús Björn Bragason og þannig vill til að hann og Karólína giftu sig fyrir nokkrum vikum. Hún segir frá því að þegar þau hafi ákveðið að kaupa sér eign saman, hafi hún sett það sem skilyrði að þau færu reglulega í sambandsráðgjöf. „Og þegar ég segi þetta er fólk bara „jii, er eitthvað að strax?“ Það er ekki það, heldur tekur það orku að setja saman tvær fjölskyldur og það þarf að vinna í því. Stundum er bara ótrúlega gott að fá aðstoð frá fagmanni til þess. Það þarf ekki alltaf að vinna að því þegar eitthvað er að.“ Karólína stóð einnig föst á því að eignahluturinn væri skráður 50/50 og að þau væru með líftryggingu sem dekkaði hluta hins. „Ég veit að fólk segir oft að það geti ekki rætt þetta við makann, en þegar þú stendur á sama punkti og ég stóð þarna, 10. 11. og 12. apríl 2017, þá er þetta samtal sem skiptir gífurlegi máli fyrir öryggi.“ Þetta er bara fyrir ykkur til að geta lifað af Karólína segir það hafa reynst sér erfitt að sækja rétt sinn eftir fráfall Daða og margar stofnanir hafi unnið eftir flóknum starfsreglum. Fólk í hennar stöðu, nýbúið að missa maka sinn, hafi ekki bolmagn til að takast á við slíkt. „Ég upplifði alltaf, þegar ég var að senda þessar upplýsingar í lífeyrissjóðina og fylla út hvert plaggið á fætur öðru, eins og ég væri að betla peninga,“ segir Karólína. „Það var rosalega erfitt að koma mér úr þessum gír. Ég var að sækja rétt minn rétt, eða rétt krakkanna, þar sem ég var ekki lögerfingi.“ Hún segist hafa fengið góða og hlýja þjónustu hjá stéttarfélaginu og að þar hafi henni verið bent á að hún væri ekki á höttunum eftir aurum og krónum heldur væri hún að sækja rétt sinn, peninga fyrir sig og börnin til að lifa af. Daði lést í apríl 2017 en pabbi Karólínu hafði látist í janúar sama ár. Hún segir stundum í kaldhæðni að það hafi verið „heppni.“ „Mamma var nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman og var næstum því bara með tjékklistann og stýrði mér. Ég veit ekki hvernig ég hefði annars farið í gegnum þetta.“ Upplifanir fram yfir slímkalla Karólína segist sterkari en áður eftir þessa reynslu. „Heimurinn hrundi, en við erum búin að byggja hann upp aftur. Ég segi oft að þetta sé eins og vasi sem brotnar, við erum búin að líma hann saman en við sjáum alveg sprungurnar. Sorgin er þarna, en mótar okkur líka.“ Börnin hafi þurft að þroskast hratt og sjálf sé hún ákveðnari og sterkari en áður og njóti litlu augnablikanna. Ég bið fólk til dæmis frekar um að gefa börnunum upplifanir með þeim i gjafir frekar en einhverja hluti. Þeir safnast upp en maður veit í dag að minningar sitja eftir í bankanum, ekki einhver slímkall eða barbídúkka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.
Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira