Leggja til að tveir riðlar verði spilaðir hér á landi og einnig einn milliriðli Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2023 08:02 Stiven Tobar Valencia er framtíðarmaður í íslenska landsliðinu og gæti mögulega spilað á HM á heimavelli. Vísir/Hulda Margrét Formaður HSÍ segir að ný þjóðarhöll sé forsenda umsóknar sambandsins um að halda HM í handbolta árið 2029 eða 2031. Hann er nokkuð bjartsýnn á það að heimsmeistaramót verði aftur hér á landi. Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands er hluti af samnorrænu boði Íslands, Danmerkur og Noregs sem vilja halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. HSÍ hefur, ásamt sérsamböndunum hinna landanna sent inn boð til Alþjóða handknattleikssambandsins. „Þetta er núna í vinnslu og það er verið að fara yfir ákveðinn lista og við þurfum síðan í framhaldinu að geta svarað ákveðnum spurningum varðandi fyrirkomulag mótsins og af hverju við viljum halda mótið. Við erum að fara yfir þau gögn núna til að fullmóta umsóknina,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þó er ljóst að ekki verður hægt að spila leiki á HM í handbolta hér á landi ef keppnisaðstaðan batnar ekki. Laugardalshöllin er á fjölmörgum undanþágum. Eins og margir muna var HM í handbolta haldið hér árið 1995 en aðstaðan lítið breyst síðan þá. „Við erum eiginlega á nákvæmlega sama stað. Fyrir mótið 1995 var lofað þjóðarhöll, nýrri. En síðan þegar nær dró stóðust þau loforð ekki. Þá var samt tekin sú ákvörðun að halda mótið hér þrátt fyrir að menn væru ekki að uppfylla þau loforð sem voru gefin. Í sjálfu sér erum við í svipaðri stöðu núna, við erum að sækja um þetta á þeim forsendum að ég verði byggð ný þjóðarhöll og hún taki áhorfendur sem eru lágmarkskrafa um sem er um fimm þúsund,“ segir Guðmundur. Hann segir að HSÍ leggi til með að leikir í tveimur riðlum verði spilaðir hér á landi sem og leikir í einum milliriðli. „Þetta snýst mikið til um kostnað, að menn séu ekki að taka einn riðil hér og fljúga annað heldur að þá getum við haldið tvo riðla hér og síðan í framhaldinu einn milliriðil,“ segir Guðmundur en hann segist vera bjartsýnn á það að ný þjóðarhöll verði reist hér á landi og einnig bjartsýnn á það að mótið verði haldið hér. Þær þjóðir sem berjast um HM 2029 eða 2031 eru ásamt Norðurlandanna Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar og hins vegar Sádí Arabía.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira