Mikið hefur verið rætt um þennan leik síðustu daga en Postecoglou gerði það einnig á fréttamannafundi sínum fyrir leik Tottenham gegn Luton um helgina.
„Ég sé það ekki nokkurn tímann gerast að við hefðum leyft þeim að skora. Ef við viljum setja svona völd í hendurnar á þjálfurum þá erum við komin á hættulegan stað,“ byrjaði Postecoglou að segja.
„Ég myndi til dæmis aldrei vilja taka ákvörðun sjálfur sem gæti haft áhrif á það hvort að lið falli úr deildinni eða ekki og það sama gildir með þetta atvik,“ endaði Postecoglou að segja.