Það voru ítalski varnarmaðurinn Federico Gatti og pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoruðu mörk Juventus sem komu bæði í seinni hálfleik.
Juventust klifraði í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði deildarinnar, Inter Milan, sem tapaði stigum í leik sínum við Bologna fyrr í dag.
Þá er Juventus stigi á eftir AC Milan sem er í öðru sæti en AC Milan mætir Alberti Guðmundssyni og samherjum hans hjá Genoa seinna í kvöld.