Þrenna Erlings, tvenna Kjartans Henry, skjöldur á loft og öll hin mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2023 11:30 Skjöldurinn við það að fara á loft. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík. Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira