Ógnvekjandi sögur berast frá Ísrael: „Ég sá fólk deyja allt um kring“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2023 13:41 Minnst níu hundruð manns hafa látist í átökunum í suðurhluta Ísrael síðan í gær. AP Ísraelsk kona sem var gestur á tónlistarhátíð skammt frá Gasaströndin þegar hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás faldi sig undir tré í þrjár klukkustundir meðan skotregn dundi úr öllum áttum. Fjölskyldur ungs fólks sem var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im á sama tíma segja enga hjálp frá yfirvöldum að fá, en margra gesta klúbbsins er enn saknað. Gili Yoskovich var meðal nokkur hundruð gesta á tónlistarhátíð skammt frá landamærum Ísraels við Gasaströndina þegar menn frá hryðjuverkasamtökunum Hamas gerðu árás á svæðið í gær. Hún segir frá því þegar hún faldi sig undir tré meðan skotið var á alla innan færis í um þrjár klukkustundir í viðtali við BBC. „Hryðjuverkamennirnir komu frá fjórum eða fimm stöðum þannig að við vissum ekki hvert við ættum að fara,“ sgir Yoskovich um atburðarásina. Hún segist hafa tekið upp á því að fara inn í bíl og keyra af stað. „Einhverjir skutu í átt að mér. Ég fór út úr bílnum og byrjaði að hlaupa. Ég sá svæði þar sem mörg tré voru og fór þangað.“ Hún segist hafa lagst undir tré og haldið kyrru fyrir. Beið lengi eftir hjálp „Þeir gengu milli trjáa og skutu. Alls staðar. Úr tveimur áttum. Ég sá fólk deyja allt um kring. Ég hélt mjög kyrru fyrir. Ég grét ekki. Ég gerði ekkert,“ segir Yoskovich. „En hins vegar hugsaði ég: „Allt í góðu, ég er að fara að deyja. Það er allt í góðu, andaðu bara og lokaðu augunum. Þeir skutu alls staðar, þetta var svo nálægt mér.“ Hún segist hafa legið undir trénu í þrjár klukkustundir meðan hryðjuverkamennirnir vöktuðu svæðið. „Ég reyndi að vera eins mikið undir trénu og ég gat þannig að ég yrði ekki skotin í andlitið,“ segir Yoskovich. „Ég var viss um að herinn kæmi á þyrlum og myndi hífa okkur upp og bjarga. En enginn var þarna. Nema allir hryðjuverkamennirnir,“ segir hún. „Ég hugsaði um börnin mín, vin minn, um allt, og ég hugsaði að það sé ekki tímabært fyrir mig að deyja.“ Svo segist hún hafa heyrt hebresku úr einni átt og arabísku úr annarri og uppgötvað að einhverjir hermenn væru mættir á svæðið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að fara til þeirra með hendur fyrir ofan höfuð, svo þeir sæju að hún væri ekki einn af Hamas-liðunum. Þá hafi henni verið leiðbeint að fara inn í bíl og henni verið komið í skjól. „Margt margt fólk lá deyjandi á veginum,“ segir Yoskovich. Hún segir það fáránlegt hve langur tími leið frá því að mennirnir hófu að skjóta þar til hjálp barst. Engin hjálp frá yfirvöldum Fjölskyldur ungs fólks sem staðsett var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im, nærri landamærum Ísraels og Gasastrandarinnar segja enga hjálp að fá frá yfirvöldum við leit að týndum aðstandendum. Þúsundir ungs fólks lagði leið sína á næturklúbbinn á föstudagskvöld. Ekki er vitað hversu margir þeirra hafa verið nauðungafluttir yfir á Gasaströndina og hversu margir þeirra létust í árásum Hamas. Í frétt frá ísraelska miðlinum The Times of Israel segir að margir ættingjar þeirra sem sóttu næturklúbbinn finnist þau yfirgefin af yfirvöldum. Einn þeirra, Ora Kuperstein, segir fjölskylduna enn leita 21 árs gamals frænda síns. Hann var við störf á næturklúbbnum þegar honum var rænt og hann fluttur yfir á Gasaströndina. Hún segir fjölskylduna ekki hafa fengið neina aðstoð frá yfirvöldum. „Enginn hefur sagt okkur neitt. Enginn er að hjálpa okkur. Það er allt í óreiðu,“ sagði hún við ísraelska miðilinn. „Foreldrar hans vita ekki neitt,“ bætti hún við. „Hann var ekki með nein vopn. Þeir tóku hann og annað ungt fólk,“ segir Kuperstein en myndbönd af atburðinum hafa dreifst um samfélagsmiðla. Annar maður að nafni Nissim segist leita bróður síns, sem einnig var á klúbbnum. „Hvar eru yfirvöld. Hvers vegna er enginn að hjálpa okkur að finna þau?“ segir hann í viðtali. „Nissim, hjálpaðu okkur. Þeir skutu okkur. Mér bæðir,“ stóð í síðustu skilaboðunum sem bróðir hans sendi, að sögn Nissims. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Netanjahú lýsir yfir herlögum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 8. október 2023 12:33 Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Sjá meira
Gili Yoskovich var meðal nokkur hundruð gesta á tónlistarhátíð skammt frá landamærum Ísraels við Gasaströndina þegar menn frá hryðjuverkasamtökunum Hamas gerðu árás á svæðið í gær. Hún segir frá því þegar hún faldi sig undir tré meðan skotið var á alla innan færis í um þrjár klukkustundir í viðtali við BBC. „Hryðjuverkamennirnir komu frá fjórum eða fimm stöðum þannig að við vissum ekki hvert við ættum að fara,“ sgir Yoskovich um atburðarásina. Hún segist hafa tekið upp á því að fara inn í bíl og keyra af stað. „Einhverjir skutu í átt að mér. Ég fór út úr bílnum og byrjaði að hlaupa. Ég sá svæði þar sem mörg tré voru og fór þangað.“ Hún segist hafa lagst undir tré og haldið kyrru fyrir. Beið lengi eftir hjálp „Þeir gengu milli trjáa og skutu. Alls staðar. Úr tveimur áttum. Ég sá fólk deyja allt um kring. Ég hélt mjög kyrru fyrir. Ég grét ekki. Ég gerði ekkert,“ segir Yoskovich. „En hins vegar hugsaði ég: „Allt í góðu, ég er að fara að deyja. Það er allt í góðu, andaðu bara og lokaðu augunum. Þeir skutu alls staðar, þetta var svo nálægt mér.“ Hún segist hafa legið undir trénu í þrjár klukkustundir meðan hryðjuverkamennirnir vöktuðu svæðið. „Ég reyndi að vera eins mikið undir trénu og ég gat þannig að ég yrði ekki skotin í andlitið,“ segir Yoskovich. „Ég var viss um að herinn kæmi á þyrlum og myndi hífa okkur upp og bjarga. En enginn var þarna. Nema allir hryðjuverkamennirnir,“ segir hún. „Ég hugsaði um börnin mín, vin minn, um allt, og ég hugsaði að það sé ekki tímabært fyrir mig að deyja.“ Svo segist hún hafa heyrt hebresku úr einni átt og arabísku úr annarri og uppgötvað að einhverjir hermenn væru mættir á svæðið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að fara til þeirra með hendur fyrir ofan höfuð, svo þeir sæju að hún væri ekki einn af Hamas-liðunum. Þá hafi henni verið leiðbeint að fara inn í bíl og henni verið komið í skjól. „Margt margt fólk lá deyjandi á veginum,“ segir Yoskovich. Hún segir það fáránlegt hve langur tími leið frá því að mennirnir hófu að skjóta þar til hjálp barst. Engin hjálp frá yfirvöldum Fjölskyldur ungs fólks sem staðsett var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im, nærri landamærum Ísraels og Gasastrandarinnar segja enga hjálp að fá frá yfirvöldum við leit að týndum aðstandendum. Þúsundir ungs fólks lagði leið sína á næturklúbbinn á föstudagskvöld. Ekki er vitað hversu margir þeirra hafa verið nauðungafluttir yfir á Gasaströndina og hversu margir þeirra létust í árásum Hamas. Í frétt frá ísraelska miðlinum The Times of Israel segir að margir ættingjar þeirra sem sóttu næturklúbbinn finnist þau yfirgefin af yfirvöldum. Einn þeirra, Ora Kuperstein, segir fjölskylduna enn leita 21 árs gamals frænda síns. Hann var við störf á næturklúbbnum þegar honum var rænt og hann fluttur yfir á Gasaströndina. Hún segir fjölskylduna ekki hafa fengið neina aðstoð frá yfirvöldum. „Enginn hefur sagt okkur neitt. Enginn er að hjálpa okkur. Það er allt í óreiðu,“ sagði hún við ísraelska miðilinn. „Foreldrar hans vita ekki neitt,“ bætti hún við. „Hann var ekki með nein vopn. Þeir tóku hann og annað ungt fólk,“ segir Kuperstein en myndbönd af atburðinum hafa dreifst um samfélagsmiðla. Annar maður að nafni Nissim segist leita bróður síns, sem einnig var á klúbbnum. „Hvar eru yfirvöld. Hvers vegna er enginn að hjálpa okkur að finna þau?“ segir hann í viðtali. „Nissim, hjálpaðu okkur. Þeir skutu okkur. Mér bæðir,“ stóð í síðustu skilaboðunum sem bróðir hans sendi, að sögn Nissims.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Netanjahú lýsir yfir herlögum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 8. október 2023 12:33 Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Sjá meira
Vaktin: Netanjahú lýsir yfir herlögum Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57
Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 8. október 2023 12:33
Harðir bardagar standa enn yfir Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi. 8. október 2023 08:12