Inter Miami komust ekki í úrslitakeppnina og Messi sagður á leið til Barcelona Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2023 14:00 Lionel Messi spilaði í gær með Inter Miami gegn FC Cincinnati. Vísir/Getty Inter Miami á ekki lengur möguleika að komast í úrslitakeppni bandarísku MLS deildarinnar eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Cincinnatti. Inter Miami hefur verið í miklum vandræðum inni á vellinum á þessu tímabili og sat nálægt botninum þegar stórstjörnur á borð við Lionel Messi, Jordi Alba og Sergio Busquets gengu til liðs við félagið í sumar. Eftir komu þeirra tókst liðinu að klífa upp stöðutöfluna og voru á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þangað til Lionel Messi meiddist í síðasta mánuði og missti af nokkrum leikjum. Frá því að Messi kom til liðsins hafa þeir aðeins tapað einum af þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað. Án hans hafa þeir tapað fimm af sex leikjum. Match Recap📰Check out tonight’s match recap from our match against Cincinnati: https://t.co/K4ZLOtXhrN pic.twitter.com/dDweI7gmsE— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 8, 2023 Nú þegar ljóst er að Inter Miami er dottið út hafa orðrómar verið á sveifi að Lionel Messi muni snúa aftur til Barcelona í janúar glugganum og spila út tímabilið með sínu gamla félagi. Þjálfari liðsins, Tata Martino, gaf þó lítið fyrir þær fullyrðingar á blaðamannafundi eftir leik og sagðist ekkert kannast við málið. Nú tekur við landsleikjahlé en Inter Miami mun svo spila tvo leiki til viðbótar á þessu tímabili, heima og að heiman gegn Charlotte þann 18. og 21. október. En eins og áður segir á liðið ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi flytur heim eftir tvö ár og ætlar að ljúka ferlinum þar Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir tvö ár og ljúka ferlinum þar. 5. október 2023 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Inter Miami hefur verið í miklum vandræðum inni á vellinum á þessu tímabili og sat nálægt botninum þegar stórstjörnur á borð við Lionel Messi, Jordi Alba og Sergio Busquets gengu til liðs við félagið í sumar. Eftir komu þeirra tókst liðinu að klífa upp stöðutöfluna og voru á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þangað til Lionel Messi meiddist í síðasta mánuði og missti af nokkrum leikjum. Frá því að Messi kom til liðsins hafa þeir aðeins tapað einum af þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað. Án hans hafa þeir tapað fimm af sex leikjum. Match Recap📰Check out tonight’s match recap from our match against Cincinnati: https://t.co/K4ZLOtXhrN pic.twitter.com/dDweI7gmsE— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 8, 2023 Nú þegar ljóst er að Inter Miami er dottið út hafa orðrómar verið á sveifi að Lionel Messi muni snúa aftur til Barcelona í janúar glugganum og spila út tímabilið með sínu gamla félagi. Þjálfari liðsins, Tata Martino, gaf þó lítið fyrir þær fullyrðingar á blaðamannafundi eftir leik og sagðist ekkert kannast við málið. Nú tekur við landsleikjahlé en Inter Miami mun svo spila tvo leiki til viðbótar á þessu tímabili, heima og að heiman gegn Charlotte þann 18. og 21. október. En eins og áður segir á liðið ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi flytur heim eftir tvö ár og ætlar að ljúka ferlinum þar Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir tvö ár og ljúka ferlinum þar. 5. október 2023 17:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Sjá meira
Messi flytur heim eftir tvö ár og ætlar að ljúka ferlinum þar Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi ætlar að snúa aftur til heimalandsins eftir tvö ár og ljúka ferlinum þar. 5. október 2023 17:00