Enski boltinn

Shear­er: Frá­bært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titil­bar­áttuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Foden fylgist með Arsenal mönnunum William Saliba og Gabriel fagna sigri á Manchester City.
Phil Foden fylgist með Arsenal mönnunum William Saliba og Gabriel fagna sigri á Manchester City. AP/Kirsty Wigglesworth

Alan Shearer, sérfræðingur BBC og markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar fagnar úrslitum gærdagsins þegar Arsenal vann 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester City.

„Að vinna loksins Manchester City í ensku úrvalsdeildinni var frábært fyrir Arsenal en líka gott fyrir titilbaráttuna,“ skrifaði Alan Shearer í pistli sínum á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.

„Ég held enn að þetta verði bara Skytturnar og City sem munu berjast um titilinn á lokasprettinum en nú munar samt bara þremur stigum á efstu fjórum liðunum sem hefur þeim öllum von,“ skrifaði Shearer.

„Það óvæntasta er að sjá Tottenham vera í efsta sætinu nú þegar við förum inn í landsleikjahlé en þeir eru á flugi undir stjórn nýja stjórans Ange Postecoglou og hafa náð í frábær úrslit. Ég er ekki viss um hversu lengi Tottenham verður á toppnum en það mun vissulega hjálpa þeim við að halda sig inn á topp fjögur að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Evrópukeppni,“ skrifaði Shearer.

„Það þýðir að það eru ekki eins miklar kröfur á leikmenn eins og liðin í kringum þau sem eru að keppa í Evrópu. Við sáum hvernig þetta hjálpaði Newcastle að komast inn í Meistaradeildina í fyrra og núna getur þetta hjálpað Spurs líka,“ skrifaði Shearer.

„Ég held bara að á einhverjum tímapunkti munu þeir sakna Harry Kane og stigunum sem hann náði í hús með mörkum í leikjum þegar þeir voru ekki að spila vel. Þeir eru samt í engum vandræðum án hans þessa stundina,“ skrifaði Shearer.

Það má lesa allan pistil hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×