Guardiola um rifrildið eftir leik í gær: Arsenal menn vita ástæðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 07:56 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa nú um titilinn. Getty/Lexy Ilsley Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neitaði að segja frá því um hvað menn voru að rífast eftir stórleik Arsenal og Manchester City í gær. Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira