Earps vakti athygli á því á HM í sumar að Nike ætlaði ekki að bjóða upp á möguleikann á að kaupa markmannstreyju hennar. Það var hægt að kaupa treyjur útileikmannanna en Nike vildi ekki selja markmannstreyjuna.
Earps ætlaði ekki að gefa sig og hafði það loksins í gegn með aðstoð fjölmiðla og aðdáenda sinna að Nike gaf sig og ákvað að framleiða markmannstreyjuna. Hún fór síðan í sölu í gær.
„Áttaði mig ekki að salan á treyjunni myndi hefjast i dag og þið eruð búin að kaupa þær allar strax,“ skrifaði Mary Earps á Instagram.
Hún átti flott heimsmeistaramót og var kosin besti markvörður keppninnar. Enska liðið varð að sætta sig við annað sætið eftir tap fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum.
„Það koma fleiri treyjur fyrir lok ársins og þær verða í fleiri stærðum og bæði fyrir fullorðna og börn. Fylgist með,“ skrifaði Earps.
„Takk fyrir allan ykkar ótrúlega stuðning. Það voruð þið sem komu þessu í kring,“ skrifaði Earps.