Enski boltinn

E­ver­ton með hærra xG í vetur en Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland var ekki nálægt því að skora fyrir Manchester City á móti Arsenal um helgina.
Erling Haaland var ekki nálægt því að skora fyrir Manchester City á móti Arsenal um helgina. Getty/Alex Pantling

Manchester City liðið átti ekki góðan leik á móti Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en það er líka óhætt að segja að leikurinn hafi verið lítil skemmtun.

Arsenal vann leikinn á sigurmarki Gabriel Martinelli á 86. mínútu. City menn voru með 0.47 í xG í leiknum á móti 0,46 hjá Arsenal. Markakóngurinn Erling Haaland skapaði sér ekkert í leiknum en hann var með 0,00 í xG.

City liðið var líka undir einum í xG í tapinu á móti Wolves í deildarleiknum á undan sem liðið tapaði 1-2 á útivelli. xG Manchester City í þeim leik var aðeins 0,77.

xG er tölfræðiþátturinn áætluð mörk. Knattspyrnutölfræðingar hafa notað tölfræði og markaskor síðustu áratuga til að finna það út hverjar séu líkur á marki í hverju færi og í hverju skoti. xG, eða áætluð mörk er því tilraun til að reikna út hversu mikið liðin er að skapa sér af góðum færum. Því betra færri því hærra xG í skotinu.

Þessar tvær slöku sóknarframmistöður City hafa þýtt að báðir leikirnir töpuðust og liðið er nú dottið niður í þriðja sæti deildarinnar á eftir Tottenham og Arsenal.

Það sem er kannski mest sláandi er að Everton, sem er í sextánda sæti í deildinni, er nú með hærra xG á tímabilinu heldur en Englandsmeistararnir.

Everton er með 16,43 í xG í fyrstu átta umferðunum en Manchester er bara með 15,66 í xG. City hefur skorað sautján mörk en Everton er með níu mörk skoruð.

Everton vann 3-0 sigur á Bournemouth um helgina og voru Everton menn með 2,09 í xG í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×