Pólitísk plott fari sjaldnast eftir handritinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2023 21:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. „Hún kom töluvert á óvart, þessi ákvörðun. Ályktanir umboðsmanna Alþingis hafa ekki leitt til afsagna hingað til, þannig að þetta kom verulega á óvart. Hins vegar verður bara að segjast eins og er, að það er eiginlega fleiri spurningum ósvarað enn sem komið er, heldur en þeim sem hefur verið svarað með þessari afsögn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það hvort afsögn Bjarna hafi verið klókur pólitískur leikur verði að liggja á milli hluta í bili. „Við vitum ekki hver fyrirætlan hans er, hvað varðar áframhaldandi veru í ríkisstjórninni, hugsanlega í öðru ráðuneyti, hvort hann er að hætta í stjórnmálum eða líti á þetta sem einhvers konar fléttu til þess að halda áfram. Það fer bara allt eftir því.“ Eiríkur segir að Bjarni gæti tekið við utanríkisráðuneytinu og skipt þannig um embætti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um embætti. „En það er hins vegar eftirtektarvert að þetta er ekki tilkynnt allt í einu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur heldur ekki svarað því hvort hann ætli sér að sitja áfram á þingi, og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Staða stjórnarinnar veikari fyrir vikið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún skildi ákvörðun Bjarna og hún teldi hann hafa gert rétt með því að segja af sér. Ríkisstjórnin stæði þó sterkum fótum og forysta flokkanna væri enn sú sama, það er að segja, Bjarni væri enn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún hugsanlegt að Bjarni tæki við öðru ráðuneyti. Ákvörðun dagsins snerist hins vegar um að nýr fjármálaráðherra fengi vinnufrið og að Bjarni axlaði ábyrgð á sínum þætti í framkvæmd Íslandsbankasölunnar. Eiríkur segir ljóst að álit Umboðsmanns veiki ríkisstjórnina, sem og afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins úr embætti fjármálaráðherra í kjölfar þess sem Eiríkur kallar áfellisdóm. „Hins vegar getur verið að Bjarni hafi styrkt sína stöðu í þeim aðstæðum sem voru orðnar mjög erfiðar, og hann hafi bjargað ýmsu,“ segir Eiríkur. Bjarna hafi víða verið klappað lof í lófa fyrir að stíga frá og axla ábyrgð, en engu að síður veiki afsögn hans ríkisstjórnina. „En þetta veltur allt á framhaldinu. Við erum á upphafsreit í atburðarás sem er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann vel mögulegt að um sé að ræða leik í pólitískri refskák. „En pólitísk plott eru nú þess eðlis að þau ganga yfirleitt ekki eftir eins og þau eru hönnuð. Við vitum ekki hverju fram vindur. Þeir sem hafa verið að lýsa því í dag að allt sé frágengið og svo komi einhver snyrtileg slaufa í lokin, ég er ekki viss um að það gangi þannig eftir,“ sagði Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni, auk annarrar umfjöllunar um afsögn Bjarna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42 „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Bjarni kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun, þar sem hann sagði ástæðuna vera álit Umboðsmanns Alþingis um söluna á Íslandsbanka. Niðurstaða Umboðsmanns var sú að í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. Bjarni fór á fundinum yfir þær athugasemdir sem hann hafði við álit Umboðsmanns, en sagðist engu að síður munu virða það og axla ábyrgð, áður en hann tilkynnti um afsögn sína. „Hún kom töluvert á óvart, þessi ákvörðun. Ályktanir umboðsmanna Alþingis hafa ekki leitt til afsagna hingað til, þannig að þetta kom verulega á óvart. Hins vegar verður bara að segjast eins og er, að það er eiginlega fleiri spurningum ósvarað enn sem komið er, heldur en þeim sem hefur verið svarað með þessari afsögn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það hvort afsögn Bjarna hafi verið klókur pólitískur leikur verði að liggja á milli hluta í bili. „Við vitum ekki hver fyrirætlan hans er, hvað varðar áframhaldandi veru í ríkisstjórninni, hugsanlega í öðru ráðuneyti, hvort hann er að hætta í stjórnmálum eða líti á þetta sem einhvers konar fléttu til þess að halda áfram. Það fer bara allt eftir því.“ Eiríkur segir að Bjarni gæti tekið við utanríkisráðuneytinu og skipt þannig um embætti við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur um embætti. „En það er hins vegar eftirtektarvert að þetta er ekki tilkynnt allt í einu,“ segir Eiríkur. Bjarni hefur heldur ekki svarað því hvort hann ætli sér að sitja áfram á þingi, og sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Staða stjórnarinnar veikari fyrir vikið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún skildi ákvörðun Bjarna og hún teldi hann hafa gert rétt með því að segja af sér. Ríkisstjórnin stæði þó sterkum fótum og forysta flokkanna væri enn sú sama, það er að segja, Bjarni væri enn formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún hugsanlegt að Bjarni tæki við öðru ráðuneyti. Ákvörðun dagsins snerist hins vegar um að nýr fjármálaráðherra fengi vinnufrið og að Bjarni axlaði ábyrgð á sínum þætti í framkvæmd Íslandsbankasölunnar. Eiríkur segir ljóst að álit Umboðsmanns veiki ríkisstjórnina, sem og afsögn formanns Sjálfstæðisflokksins úr embætti fjármálaráðherra í kjölfar þess sem Eiríkur kallar áfellisdóm. „Hins vegar getur verið að Bjarni hafi styrkt sína stöðu í þeim aðstæðum sem voru orðnar mjög erfiðar, og hann hafi bjargað ýmsu,“ segir Eiríkur. Bjarna hafi víða verið klappað lof í lófa fyrir að stíga frá og axla ábyrgð, en engu að síður veiki afsögn hans ríkisstjórnina. „En þetta veltur allt á framhaldinu. Við erum á upphafsreit í atburðarás sem er ekki lokið.“ Aðspurður segir hann vel mögulegt að um sé að ræða leik í pólitískri refskák. „En pólitísk plott eru nú þess eðlis að þau ganga yfirleitt ekki eftir eins og þau eru hönnuð. Við vitum ekki hverju fram vindur. Þeir sem hafa verið að lýsa því í dag að allt sé frágengið og svo komi einhver snyrtileg slaufa í lokin, ég er ekki viss um að það gangi þannig eftir,“ sagði Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni, auk annarrar umfjöllunar um afsögn Bjarna úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir „Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42 „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44 Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Höfum hingað til þurft að hafa virkilega fyrir því að losna við þá“ Stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér embætti fjármálaráðherra hafi verið rétt. Formaður Flokks fólksins undrast hve auðveldlega hann fór frá, en formaður Samfylkingarinnar bendir á langan aðdraganda að ákvörðun Bjarna. 10. október 2023 19:42
„Hvað er að axla pólitíska ábyrgð?“ Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10. október 2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent