Enski boltinn

Greal­ish hrósað í há­stert fyrir við­brögð sín við beiðni ungs stuðnings­manns

Aron Guðmundsson skrifar
Jack Grealish, miðjumaður Manchester City
Jack Grealish, miðjumaður Manchester City Vísir/Getty

Enska landsliðsmanninum Jack Grealish, leikmanni Manchester City er hrósað hástert fyrir framferði sitt í tapleik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þar sem að hann gladdi ungan stuðningsmann Arsenal. 

Mark Gabriel Martinelli undir lok leiks Arsenal og Manchester City nægði til þess að tryggja Skyttunum frá Norður-Lundúnum sigur í leiknum og eru þeir nú með jafnmörg stig og Tottenham í fyrsta og öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 

Atvik frá Emirates leikvanginum í Lundúnum, sem átti sér stað utan vallar þegar að Arsenal og Manchester City áttust við, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum.

Jack Grealish, miðjumaður Manchester City, hefur vitanlega verið ósáttur með að vera ekki í byrjunarliði City í leiknum og enn vonsviknari með að koma ekkert við sögu í umræddum leik en hann lét það þó ekki bitna á þeim sem í kringum hann voru. 

Í myndskeiði, sem tekið var upp eftir leik liðanna á dögunum, má sjá hvernig Grealish gefur sér tíma til þess að samþykkja beiðni ungs stuðningsmanns sem vildi mynd af sér með leikmanninum. Þá gefur hann honum æfingartreyju sem hann klæddist á meðan á leiknum stóð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×