Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 14:06 Máli Vítalíu og Ara, Hreggviðs og Þórðar Más er endanlega lokið. Vísir Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10