Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn, ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Við höldum áfram umfjöllun um afsögn fjármáláráðherra og förum yfir það sem nú er hvíslað inni á Alþingi um næstu skref. Kvöldfréttir Stöðvar 2 á sínum stað klukkan 18:30.

Þá verður rætt við íslensk-palestínskan kennara við Háskóla Íslands, sem óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið.

Við heyrum einnig í forstjóra Landsvirkjunar sem segir stöðuna í orkumálum grafalvarlega. Landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. Þá er fyrsta snjókoma vetrarins í kortunum og við ræðum við veðurfræðing um væntanlegan Vetur konung í beinni útsendingu. 

Þá gerðum við okkur ferð á veitingastaðinn Hornið í dag, þar sem starfsfólk minntist fastakúnna og einstakrar vinkonu með hjartnæmum hætti. 

Í sportpakkanum hittum við Gylfa Þór Sigurðsson sem snúinn er aftur í íslenska landsliðið og fer yfir erfið ár sem nú eru að baki. Og í Íslandi í dag mælum við okkur mót við hópinn sem skrifar Áramótaskaupið í ár og rifjum upp gömul skaup sem enn slá í gegn hjá þjóðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×