„Það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum kannski ekki beint mikla reynslu af því“ Kári Mímisson skrifar 11. október 2023 22:31 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með 18 marka sigur liðsins á Lúxemborg nú í kvöld. Það varð snemma ljóst í hvað stefndi en Arnar segir að stelpurnar hafi spilað leikinn vel. „Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
„Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti