Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 08:31 Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby Vísir Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. „Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira